Synd

 

Hvað er synd.

 

Synd er orð með líka merkingu og,

að gera rangt.

 

Synd er eitthvað sem er ekki venjulegt,

ekki fyrirfram skipulagt, af náttúrunni.

 

Synd er eitthvað sem náttúran virðist ekki hafa skipulagt fyrirfram.

 

Nú, af hverju syndgum við þá, það er,

af hverju gerum við það sem náttúran virðist ekki hafa skipulagt,

virðist vera rangt?

 

Þá virðist eitthvað í okkur hafa sagt okkur, okkur finnst,

að við verðum, þurfum að gera eitthvað.

 

Við vitum ekki hvað kemur þessari þörf í gang.

 

Þessi þörf virðist hafa komist inn í eðli okkar,

þótt þörfin passi ekki við það sem náttúran,

sköpunin virðist hafa ætlast til.

 

Við sækjumst í sykur og ýmsar nautnir,

sem virðast vera skapaðar, þróaðar í okkur.

 

Nú hreinsum við sykurinn úr sykurrófunni.

 

Þá getum við innbirt mun meira magn,

og orðið sykurfíklar.

 

Ef við erum til dæmis sóðar með matinn okkar.

 

Þá getur maturinn fengið í sig saurgerla og sýkla,

og þá er meiri hætta á sýkingu.

 

Við ættum að gæta að því hvort nú sé svo komið,

að ekki megi segja að það sé rangt að vera sóðar.

 

Trúlega er hægt að ákveða að ekki megi kenna hreinlæti í skóla.

 

Trúlega má fara fram á að tillitsemi sé viðhöfð.

 

Er ef til vill svo komið að ekki megi segja satt opinberlega?

 

Að sjálfsögðu má satt stundum kyrrt liggja.

 

Má vitna í helstu trúarrit, mankynsögu og skáldverk mannkynsins?

 

Þetta þarf að skoða mjög vel.

 

Ég þarf að sjálfsögðu að yfirfara þessi skrif,

eftir því sem ég læri meira.

 

Hér þarf að bæta við síðar.

 

Egilsstaðir, 10.02.2012 Jónas Gunnlaugsson

 

http://www.herad.is/y04/1/2009-09-25-truleysi.htm

  

http://www.herad.is/y04/1/2011-02-19-1330-The-sphere-of-influence.htm

 

http://www.herad.is/y04/1/2011-09-01-syndarveruleiki.htm

 

http://www.herad.is/y04/1/2011-09-15-thekkingarleysi.htm

 

http://www.herad.is/y04/1/2011-12-23-galdrabrennur.htm

 

http://www.herad.is/y04/1/2011-03-02-hversvegna-er-allt-i-vandraedum.htm

 

http://www.herad.is/y04/1/2012-01-24-judarnir.htm