ICESAVE

 

Núna á öðru ári eftir hrunið er farið að skrifa um að bankarnir í Evrópu,

séu búnir að borga icesave, eftir þeim reglum sem við átti.

Þeir höfðu lagt peninga inn á reikning

og ávaxtað það sem verðbréf hjá sér.

 

Þegar hrunið verður, er gengið á stjórnmálamenn um hvað eigi að gera.

Þeir kalla á ráðgjafana og spyrja, hvað á ég að segja, gera.

 

Allir spinna þeir eitthvað sem aðilum fannst gáfulegt á þeim tíma.

Reynt er að kenna einhverjum um, leiða athyglina frá sér,

og þá kom icesave upp í hendurnar á stjórnendum.

 

Fjölmiðlar voru leiddir fram og til baka í umræðum um icesave,

og stjórnendur gátu látið líta svo út að þeir væru að leysa málin.

 

Að sjálfsögðu komu þeir ekki nálægt neinu sem skipti máli og skildu ekkert.

 

Við getum leitt hugann að lögum um bank, trúlega eru 10 eða 20 lög um banka,

og óteljandi reglugerðir.

 

Þegar lög eru samin fær einhver stofnun fyrirmæli um að semja lögin.

 

Ekki dugar að lögin séu þessar fjórar setningar sem um var talað.

Hver getur sent háann reikning fyrir það.

 

Það er búin til skýrsla og skýrslu skýrsla, lögin verða 5000 síður.

Þá er þetta eitthvað merkilegt og hægt að senda háann reikning

fyrir svona umfangs mikið verkefni.

 

Þegar stjórnmálamennirnir og ráðgjafar þeirra eiga að svara hvað eigi að gera strax eftir hrunið,

hafa þeir ekki hugmynd um hvað lögin og reglugerðirnar eru margar, til dæmis 10, 20 ,30.

Þá getum við ímyndað okkur til dæmis 10 sinnum 5000 eða 50.000 síður.

Þetta gæti verið mun meira.

 

Bankarnir, þó þeir muni trúlega eftir verðbréfunum sem átti að nota til að greiða vegna fallins bank,

eru ekki að flýta sér að mynna á reglurnar, þeir eru miklum vandræðum vegna kreppunnar

og gott að ríkin greiði þetta sjálf.

 

Líklegt er að oft séu vandamál leyst eftir einhverjum lögum, og þá þegi stjórnsýslan um aðra lausn,

önnur lög sem eru henni síður að skapi.

 

Velt vöngum, Egilsstaðir, 16.03.2010 Jónas Gunnlaugsson