Alþjóða bankakerfið.

 

 

Það voru reglur Alþjóða Bankakerfisins sem settu allt á hausinn

 

Nú er mikið gert úr því að íslensku bankarnir hafi verið komnir í vandræði,

vegna hæpinna gerninga.

 

Við skulum muna eftir að bankar í hinum ýmsu löndum,

voru í sömu sporum.

 

Í þessum löndum var bönkunum hjálpað af ríkinu, til að þeir færu ekki á hausinn.

 

Bandaríkin þurftu að bjarga hinum ýmsu löndum í Evrópu, einnig Danmörku,

og  Den Danske Bank þurfti einnig hjálp.

 

Við þökkum Den Danske Bank fyrir að hafa reynt að koma vitinu fyrir okkur.

 

Den Danske bank virðist samt ekki hafa séð flísina í eigin auga.

 

Ég þori að sjálfsögðu ekki að segja, að sjá flísina í auga Íslands,

en ekki bjálkann í eigin auga.

 

Nú ef við hefðum verið stærra þjóðfélag, hefðum við getað bjargað bönkunum,

og Evrópa hefði ekki þorað að ráðast á okkur.

 

Góð tengsl við Bandaríkin hefðu ef til vill bjargað okkur.

 

Muna þetta.

.

Allir bankar í Ameriku, Evrópu og á Íslandi fengu ágætis einkunn á matsskýrslunum,

frá hinum ýmsu traustu matsfyrirtækjum, fyrir kreppuna 2008.

 

Ég las ágæta grein (USA) um að bankarnir greiddu þessum mats og bókhaldsfyrirtækjum,

allar þeirra tekjur, og því væri galli í eftirlitskerfinu.

 

Með öðrum orðum, matsfyrirtækin skrifuðu aðeins það sem bankarnir vildu að kæmi fram.

http://www.herad.is/y04/1/2009-11-13-0130-hver-greidir-matsskyrslurnar.htm

Eg. 10.12.2010 jg