Stjórnarskráin

(Ef ég misskil eitthvað í þessu máli, þá skýrðu það fyrir mér

svo að ég geti haft þetta rétt.)

 

Til að koma okkur í ESB þurfti ríkisstjórnin að breyta tveim greinum

í stjórnarskránni.  

http://www.herad.is/y04/1/2011-02-27-stjornlagathing.htm

http://www.herad.is/y04/1/2012-10-22-kosningar-um-tillogur-stjornlagarads.htm

http://www.herad.is/y04/1/2012-12-08-stjornlagathingid.htm

http://www.herad.is/y04/1/2012-12-09-stjornlagathing-umbodslaust-fra-thjodinni.htm

Önnur greinin var um að það mætti framselja vald frá Íslandi til

erlendra aðila.

 

Hin greinin var um að fella niður grein um takmörkun

á eignarhaldi útlendinga á Íslandi.

 

Ríkisstjórnin þorði ekki að segja þetta berum orðum,

en bað hóp manna og kvenna, að koma með óskir

um breytinga á stjórnarskrá.

 

Þá bjuggu aðilar til 100?*** blaðsíður af óskum,

bættu þar inn í setningu, að leyfilegt væri að framselja

 vald til erlendra stofnana.

 

Einnig var ekki sett inn í nýju stjórnarskrána

takmörkun á eignarhaldi erlendra aðila,

þannig að þegar gamla stjórnarskráin félli úr gildi,

yrði erlendum aðilum leyfilegt

að eignast allt á Íslandi.

 

 

Nú er umræðunni stýrt um allt annað en þessi tvö atriði,

og sagt að engu megi breyta.

 

Það er alltaf reynt að spila á okkur,

Jón og Gunnu.

 

Við ætlum að vinna eftir annarri formúlu en í fjármálunum,

og í kosningaloforðunum.

 

Þannig að:

Fólkið fær að eiga húsin sín, við reynum að halda kosningaloforð,

og segjum frá því ef við ætlum að færa vald til ESB,

og ef við ætlum að leyfa erlendum aðilum

að kaupa að vild á Íslandi.

 

Við ætlum allir að bæta hag fólksins á Íslandi,

og þá þurfum við ekkert að fela.

 

Engin undirmál.

 

Egilsstaðir, 26.01.2013 Jónas Gunnlaugsson