Til hvers eru peningar?

 

Til að skilja það, skulum við hér nota seðla,

það er tölu ritaða á pappír.

 

Þjóðfélagið okkar hér, eru fjórir menn,

bóndi, fiskimaður, verkmaður og reddari.

 

Bóndinn er með landbúnaðarvörur,

fiskimaðurinn er með sjávaraflann,

verkmaðurinn er tilbúinn að leysa allskonar verk af hendi, verktaki,

og reddarinn er hugmyndasmiður, kennari

og allt mögulegt.

 

Þeir hafa reynt að hafa vöruskipti,

og hefur það reynst allflókið.

 

Þá dettur þeim í hug að búa til miða með tölum á,

og fær hver maður 100 kr.

 

Þeir ákveða að setja fast verð á vörurnar. ***

 

Nú gat bóndinn keypt fisk af fiskimanninum,

þó að fiskimanninn vantaði ekki búvörur.

 

Þarna komust viðskipti í gang,

þótt að sölumaður vöru eða þjónustu,

þyrfti ekki að nýta vörur eða þjónustu í bili.

 

Seðlarnir voru notaðir til að hver og einn gæti selt

sína vöru, eða þjónustu og keypt sínar nauðsynjar síðar.

-

Þú átt að leita á netinu að besta peningakerfinu fyrir okkur.

Þú hefur tungumálakunnáttuna og mikla þekkingu.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1270606/

 

Egilsstaðir, 24.12.2012 jg

 

 

***Því urðu þeir að breyta seinna,

til að framleiðslan svaraði eftirspurn hverju sinni.

 Þá byrjuðu þeir að semja um verðið.