Nú er reynt að selja Lífeyrissjóðunum hluta af Landsvirkjun.

 

 Lífeyrissjóðirnir verða að hafa allt sitt fé til að greiða lífeyri.

 

Allt sem Lífeyrissjóðirnir greiða fyrir Landsvirkjun,

verða þeir að fá til baka plús vexti.

 

Þá verður Landsvirkjun að hækka verð á raforku,

til notenda utan stóriðju, til að geta greitt Lífeyrissjóðunum.

 

Sala á raforku til stóriðju er eitthvert hámark á hverjum tíma,

sem stóriðjan sættir sig við, fasti.

 

Sala á raforku til stóriðju getur hækkað eða lækkað,

og þá hagur annarra orkukaupenda eftir því.

 

Ef Lífeyrissjóðirnir ætla að hækka á stóriðjunni til að ná sínu,

þá lækkar að samaskapi hagur annarra orkukaupenda.

 

Aðrir orkukaupendur hefðu fengið lægra orkuverð,

ef ekki hefði þurft að greiða lífeyrissjóðunum,

það sem þeir höfðu greitt til Ríkisins.

 

Þarna ætlar Ríkið að láta íslenska orkukaupendur,

greiða skuldir alþjóða bankakerfisins,

sem alþjóða bankakerfið er búið að neyða upp á íslendinga.

 

Alþjóða bankakerfið er í dag að neyða þjóðir Evrópu,

til að taka á sig skuldir einkabankanna.

 

Allir bankarnir, þar á meðal íslensku bankarnir,

voru og eru reknir samkvæmt reglum alþjóða bankakerfisins.

 

Ef íslenskir stjórnmálamenn vilja að lífeyrissjóðirnir fari í fjárfestingu á Íslandi,

þá geta þeir lánað í stóriðjuver, og orkuver, á samkeppnishæfu verði.

 

Við eigum sjálfir að eiga orkuverin.

 

Það er gott fyrir íslenskan atvinnurekstur, og íslensk heimili,

að hafa aðgang að ódýrri orku.

 

Eg. 23.12.2011 jg

http://www.herad.is/y04/1/2011-11-13-lifeyrissjodir.htm

http://www.herad.is/y04/1/2011-07-16-landsvirkjun-bjarni-jonsson-blogg.htm