Ráðagerð

-

varðstöð

 

Velt vöngum undanfarin ár um hvort Kína muni stefna að því,

að auka áhrif sín í veröldinni.

 

Kína hefur sýnt Íslandi, þessu litla landi áhuga, og velvild.

 

Sú hugsun hefur vaknað að Kína vildi ef til vill koma í stað Bandaríkjanna, með varðstöð á Íslandi.

 

Þá var litið til Keflavíkurflugvallar og fyrrum bækistöðvar Bandaríkjanna þar.

 

Bandaríkjamenn reyndu að halda góðu sambandi við Ísland, þeir þurftu á öryggis varðstöð að halda.

 

Kínverjar hafa verið að kaupa auðlindir og akra í hinum ýmsu löndum,

og nú hálfgerðar auðnir á Íslandi,

Grímsstaði á Fjöllum.

 

Kínverjar eiga, hafa yfirráð yfir til dæmis hluta af Góbi eyðimörkinni og Tíbet,

svo að ekki skortir þá hrjóstrugt land,

til að byggja hótel á.

 

Það hentar ef til vill mun betur að hafa Öryggis varðstöð langt frá fjölmenni,

það er auðveldara að hafa eftirlit með stöðinni.

 -

Höfn er auðvelt að byggja þarna í fámenninu,

og á sama hátt er auðveldara

að halda uppi gæslu.

-

Getur einhver frætt okkur um hvort auðvelt er að byggja flugvöll

einhversstaðar þarna á norðausturhorninu.

 -

Að sjálfsögðu þurfa þotur auðmanna langan flugvöll.

Við getum kallað það golfvöll til að byrja með.

-

Hér er ég komin að auðlindum norðurheimskautsins,

og mitt á milli Evrópu og Ameríku,

að ógleymdum siglinga og flugleiðum

Norður-Atlantshafs.

-

Egilsstöðum, 25.08.2011 jg

 

*******

 

http://www.snerpa.is/net/snorri/ol-helg.htm

 

“ÓLAFS SAGA HELGA 

125. Frá ráðagerð Íslendinga

Ólafur konungur sendi þetta sumar Þórarin Nefjólfsson til Íslands með erindum sínum ………

Þá tók Þórarinn til máls:

"Það fylgir kveðjusending konungs að hann vill þess beiðast í vináttu af Norðlendingum að þeir gefi honum ey

eða útsker er liggur fyrir Eyjafirði er menn kalla Grímsey, vill þar í mót leggja þau gæði af sínu landi er menn kunna honum til að segja

en sendi orð Guðmundi á Möðruvöllum til að flytja þetta mál því að hann hefir það spurt að Guðmundur ræður þar mestu."

Guðmundur svarar:

"Fús em eg til vináttu Ólafs konungs og ætla eg mér það til gagns miklu meira en útsker það er hann beiðist til.

En þó hefir konungur það eigi rétt spurt að eg eigi meira vald á því en aðrir því að það er nú að almenning gert.

Nú munum vér eiga stefnu að vor á milli, þeir menn er mest hafa gagn af eyjunni."

Ganga menn síðan til búða. Eftir það eiga Norðlendingar stefnu milli sín og ræða þetta mál. Lagði þá hver til slíkt er sýndist.

Var Guðmundur flytjandi þessa máls og sneru þar margir aðrir eftir því.

Þá spurðu menn hví Einar bróðir hans ræddi ekki um. "Þykir oss hann kunna," segja þeir, "flest glöggst að sjá."

Þá svarar Einar: "Því em eg fáræðinn um þetta mál að engi hefir mig að kvatt.

En ef eg skal segja mína ætlan þá hygg eg að sá muni til vera hérlandsmönnum að ganga eigi undir skattgjafir við Ólaf konung

og allar álögur hér, þvílíkar sem hann hefir við menn í Noregi.

Og munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri þeirri er þetta land byggir

og mun ánauð sú aldregi ganga eða hverfa af þessu landi.

En þótt konungur sjá sé góður maður, sem eg trúi vel að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til

þá er konungaskipti verður að þeir eru ójafnir, sumir góðir en sumir illir.

En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu því er þeir hafa haft síðan er land þetta byggðist þá mun sá til vera að ljá konungi einskis fangstaðar á,

hvorki um landaeign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir þær er til lýðskyldu megi metast.

En hitt kalla eg vel fallið að menn sendi konungi vingjafir, þeir er það vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl eða aðra þá hluti er sendilegir eru.

Er því þá vel varið ef vinátta kemur í mót.

En um Grímsey er það að ræða ef þaðan er engi hlutur fluttur sá er til matfanga er þá má þar fæða her manns.

Og ef þar er útlendur her og fari þeir með langskipum þaðan þá ætla eg mörgum kotbóndunum muni þykja verða þröngt fyrir durum."

Og þegar er Einar hafði þetta mælt og innt allan útveg þenna þá var öll alþýða snúin með einu samþykki að þetta skyldi eigi fást.

Sá Þórarinn þá erindislok sín um þetta mál. “