Pókerinn í dag

 

Nú er okkur sagt að stjórnkerfið ætli að breyta,

árafjölda á nýtingartíma HS orku.

 

 

Nýtingartíminn er til dæmis,--------- 2  x  60 ár,   sem er  120 ár

 

 

Breyttur nýtingartími er til dæmis,-- 3 x  40 ár,   sem er   120 ár

 

 

Hvern er verið að leiða í villu, við sjáum að þetta breytir engu.

 

Einhver hagsmunaaðili er látin segja að Íslendingar fái ekki lán

ef þeir gefa ekki eftir auðlindir sínar.***

 

Við viljum engin lán, sem lánveitandi er ekki sáttur við.

 

Lán sem koma til Íslands, til dæmis í virkjun,

eiga að greiðast af útflutningsiðnaðinum,

sem fær rafmagn frá virkjuninni.

 

Við viljum ekki lán til loftbólufyrirtækja,

sem vilja að almenningur greiði,

þegar allt er komið í vitleysu.

 

Við Íslendingar skiljum vel að traustir lánveitendur,

lána okkur síður, ef við gefum auðlindirnar okkar,

frá okkur.

 

 

Vormenn Íslands.

 

Standið með vormönnum veraldarinnar.

 

Nú eru vormenn veraldar að reyna að lagfæra stjórnkerfi,

og peningakerfi landana.

 

Það gerum við með mikilli festu, og ástúð.

 

Við viljum ekki stríð.

 

En, munum, það er engin góðmennska í því að láta hlunnfara,

Jón og Gunnu.

 

Oft er sagt, ég borga þér, og þú hjálpar mér að hafa hemil á Jóni og Gunnu.

 

Peningar, verðbréf, og þvílíkir pappírar hafa ekkert gildi,

nema sem ávísun á hugmyndir og vinnu Jóns og Gunnu,

og auðlindir.

 

Við erum það skynsamir að við höfum vit á að nota hvern hug og hönd,

og auðlindir landsins, ( landana )

 

Við segjum.

 

Auðlindir okkar notum við handa okkur sjálfum,

og fyrir fólkið í öðrum löndum.

 

Við skiljum að þið í öðrum löndum seljið úr ykkar auðlindum til okkar.

 

Þess vegna nýtum við okkar auðlindir strax, þjóðirnar þurfa á því að halda.

 

Sá sem nýtir ekki mengunarlausar orkulindir,

er að neyða aðra til að nota mengandi orkulindir,

og eykur því mengun í veröldinni.

 

Hvenær sem er getur komið ný tækni,

sem gerir núverandi auðlindir verðlausar.

 

 

Egilsstaðir, 27.01.2011 JG

 

Þegar þú skilur ekki neitt, þá eru það gömlu sannindin,

bæn, hugleiðsla og að láta vinda náttúrunnar blása,

um sál og líkama, sem opna fyrir skilninginn.

 

 

***(eða borgi ekki skuldir alþjóðagjaldeyriskerfisins)