Samhengi

 

Siðgæðisbrestur

 

Veraldarbankinn og allar hans undirdeildir í löndunum, bjuggu til mikla peninga sem ekkert stendur á bak við.

 

Bréf voru seld fram og til baka og hækkuðu í verði við hverja sölu.

 

Fasteignabréf voru seld frá stærstu bönkum veraldar þótt aðilar vissu að erfitt eða ómögulegt væri að fá þau greidd.

 

Svipað var með bréf í verðbréfa fyrirtækjum í hinum ýmsu löndum, ekkert á bak við þau.

 

Þetta var gert meðvitað og ómeðvitað, og leidd til kreppunnar, þegar menn sáu að pappírarnir voru verðlausir

og að ekki var hægt að treysta alþjóða bankakerfinu.

 

Bankarnir hættu að þora að hafa viðskipti sín í milli og margir urðu að hætta rekstri.

 

Öðrum bönkum var haldið uppi af ríkistjórnum, ekki þótti ráðlegt að láta allt kerfið hrynja.

 

Þessi kreppa leiddi til mikils atvinnuleysis og lægri launa hjá viðskiptamönnum bankanna,

sem gátu nú ekki greitt af skuldum í húsum sínum.

 

Það leiddi til að húsin féllu í verði og viðskiptavinir bankanna töpuðu miklum eignum,

og oft húsum sínum.

 

Siðgæðisbrestur okkar, og pókerspil bankanna bjó til kreppuna.

 

 Kreppan setti viðskiptavini bankanna í tap stöðu, þótt viðskiptamennirnir,

hefðu farið að ráðum þessara sömu banka.

 

Athug þarf vel hvort að sá sem setti allt á hausinn, á að fá að ná öllum eignum

af viðskiptavinum sínum.

 

Á sá, sem setti allt á hausinn, að ná öllu af heimilunum?

 

Á sá, sem setti allt á hausinn, að ná öllu af fyrirtækjunum?

 

Fólkið er ekki til fyrir bankanna.

 

Bankarnir ættu að vera til fyrir fólkið

 

Ekki geta heimilin og fyrirtækin lagt sig í rúst, þó að einhver misskilin bókhaldstala,

á reikningum bankanna virðist reyna það.

 

Laga, verð að hlaupa.

Eg. 31.10.2010 jg