Mér kemur í huga  myndband, sem segir sögu.

 

Það var af öpum, simpösum, en þeir skutust inn í hóp apa af annarri tegund,

gripu þar einhvern ungan og héldu honum í fanginu.

 

Þetta skapaði mikil læti í hópnum sem átti ungann, þeir komu æðandi og gnístu tönnum.

 

Þessi tegund var sterk og með miklar vígtennur og hefði getað rifið simpasann í sig.

 

En simpasinn var snjall, hann stóð kyrr en hélt fast um unga apann.

 

Smásaman róaðist hópurinn sem varð fyrir árásinni og fór að éta ávexti og blöð,

og gleymdi að passa ungann.

 

Þá byrjaði simpasinn að færa sig rólega með ungann út úr hópnum og fór með  hann í simpasa hópinn,

og þar átu simpasarnir ungann.

 

Þetta er líkt og við gerum í bönkunum, þennan áratuginn tökum við allt af þessum hóp,

þá koma fram mótmæli en svo kemst ró á  aftur.

 

Svona hefur þetta verið svo lengi sem elstu menn muna.

 

Þessu þarf að breyta.

 

Á meðan bankinn hefur þessa umsýslu með höndum, á bankinn að sjá um að skuldin,

100% í húsnæðinu komi sem eðlileg greiðsla frá heimilinu.

 

Ef einhver forsendubrestur er í kerfinu, gæti  bankinn aðeins horft á sinn hlut, til dæmis 60% hlut í eftirstöðvum á húsláninu,

en allt sem heimilið væri búið að greiða, sú prósenta af húsinu væri eign fjölskyldunnar.

 

Í USA er húsið eitt í veði fyrir hússkuldinni, við tökum það upp, en við bætum því við að ef húsið lækkar í verði,

og heimilið var búið að greiða 40% af húsinu, þá er veð bankans aðeins á þeim 60% hluta sem ógreiddur var.

 

Bankinn á að sjá um fjárhagslegt öryggi heimilisins, það er málið.:-))

 

Skoða betur

 

Egilsstaðir, 31.10,2010 jg