Forsendubrestur.

 

Er ekki forsendubrestur á öllu bankakerfinu?

 

Er ekki forsendubrestur á öllum lánum?

 

Löglærðir menn gætu velt vöngum yfir þessu

 

**********

 

Banka-kerfinu í ESB og USA var, er viðhaldið af ríkjunum.

 

USA hjálpaði ýmsum í Norður Evrópu, en voru of seinir að bjarga Íslandi.

 

Veraldar-Bankarnir pókeruðu, það er seldu eitthvað, fyrir sem hæst verð,

þó þeir vissu að verðmætið var minna en gefið var í skin,

það er köttinn í sekknum.

 

Er ég að reyna að komast hjá því að nota orðið svindluðu.

 

Búa til hugmynd, selja hana sem dýrast, þótt aðilar vissu,

 að hugmyndin var verðlaus.

 

Þessi póker þótti sjálfsagður, og hefur nú leitt til hruns.

 

Var forsendubrestur í öllu kerfinu?

 

Á fólkið í löndunum að þjást vegna (svikanna), pókersins?

 

Það voru fulltrúar bankanna sem voru látnir ráðleggja fólkinu.

 

Nú er eðlilegt að bankarnir skili fólkinu aftur húsunum sínum,

Og hagi greiðslum eftir þörfum.

 

Við þurfum hvort  sem er að gæta að eignunum, best er að eigendur geri það.

 

Fólkið varð atvinnulaust, vegna (þessara svika), þessa pókers,

sem var kallaður flott bankaviðskipti, á sínum tíma.

 

Græða, græða, þótt framleiðslan væri engin, í verðbréfa braskinu.

 

Voru það ekki (þessi svik) þessi póker, sem felldi allt saman.

 

**********

Oft var svona söfnun á peningum til að auka framleiðslu.

 

Sagt hefur verið að þegar Bandaríkjamenn byrjuðu að tryggja sig,

fyrir langalöngu, safnaðist mikið fé.

 

Þetta fé var bara tölur í bók, eða seðlar, sem sagt aðeins hugmynd.

 

Þá voru einhverjir snillingar sem ákváðu að byggja, sögunarverksmiðju,

vatnsaflsvirkjun, áburðarverksmiðju, olíu bora og olíulindir, álverksmiðjur,

og nefndu það bara, allt sem nöfnum tjáir að nefna.

 

Þetta varð til þess að allt fór að blómstra Bandaríkjunum.

 

Bandaríkjamenn urðu við þetta mesta iðnríki heimsins.

 

Þetta er einfaldað til skilnings, en menn skildu mátt vinnunnar,

sem leiddi til framleiðslu og vöruframboðs og kaupgetu.

 

**********

Núna tökum við lán til að borga atvinnuleysi og enga framleiðslu.

 

**********

 

Stundum er sagt að ekki megi setja öll eggin í sömu körfu,

og ekki megi byggja fleiri álver.

 

Hér er smá misskilningur á ferðinni.

 

Þú framleiðir það sem selst, þú framleiðir það sem fólkið vanhagar um.

 

Við segjum ekki að við hættum að veiða fisk,

þegar við höfum veitt 30% af veiðanlegu magni,

til að hafa ekki öll eggin í sömu körfu.

 

Við segjum að við veiðum það sem við teljum að stofninn þoli,

það er að reyna að hámarka nýtinguna.

 

Þú segir ekki, ég ætla að geyma virkjanirnar til síðari tíma,

en á sama tíma villt þú fá allt frá öðrum löndum,

járn, olíu, ál  og svo framvegis,

en þetta gengur til þurrðar

hjá þessum löndum.

 

Vatnið sem þú virkjaðir ekki fyrir 50 árum, hefur runnið til sjávar,

 og er sú orka glötuð.

 

Þótt þú hefðir selt þessa orku síðustu 50 ár hefðir þú engu glatað.

 

Þú veist aldrei hvenær sagt verður, eigðu þína orku,

nú eru komnar nýjar orkulindir,

við biðjum þig vel að lifa.

 

**********

 

Hér áður var okkur boðin vegalagning í kring um landið,

flugvöllur á Héraði og flugvöllur á Melrakkasléttu.

 

Við vorum ragir við að taka þessu og misstum tækifærið.

 

Ég er ekki að segja að það hafi verið rangt að sleppa þessu.

 

**********

 

Við eigum að virkja allt sem við getum með ást og umhyggju,

til nota fyrir okkur sjálfa og umheiminn.

 

En við eigum að gera þetta sjálfir, þannig að aðilar eins og Alcoa eiga verksmiðjurnar,

 en við eigum orkuverin, og sá aðili sem hefur áhuga á orkunni,

hjálpar okkur að útvega lánsfé fyrir virkjuninni,

sem er tryggt í samningnum.

 

**********

 

Athuga síðar,

Egilsstaðir, 03.10.2010   Jónas Gunnlaugsson