Endurhanna bankana

 

Taka þarf saman hvað íslenska þjóðin hefur þurft að greiða, til að halda

þessu alþjóðlega bankakerfi gangandi á Íslandi.

 

Það hefur sýnt sig að gallarnir á þessu kerfi, eru meiri en það

sem við viljum sætta okkur við.

 

Þegar þetta pókerspil bankanna er komið í ógöngur, þá heimtar þeir að þjóðirnar,

verði að greiða úr öllu saman, til að þegnarnir geti keypt vörur og þjónustu áfram.

 

Síðan heimta þeir að eftir þessa lagfæringu skuldi þjóðirnar,

kostnaðinn við lagfæringuna til bankakerfisins.

 

Alþjóða bankakerfið þarf að endurskipuleggja greiðslukerfið,

á milli einstaklinganna og þjóðanna.

 

Ef bankarnir geta ekki tryggt sanngjarna dreifingu á vinnuafli, vörum og þjónustu,

á milli einstaklinga og þjóða, þá er ekki annað til ráða en leggja þá niður.

 

Helsta verkefni bankanna er að hver einstaklingur, geti afhent vinnu handa sinna og huga,

til að framleiða vöru og þjónustu.

 

Fyrir þessa vinnu og þjónustu þarf greiðslu, til að einstaklingarnir,

geti keypt þessar vörur og þjónustu.

 

Ef bankarnir geta ekki tengt saman einstaklingana, framleiðsluna,

neysluna og þjónustuna, er þá eitthvert gagn að þeim?

 

Peningar eru tenglar eða rör, sem tengja á milli einstaklingana og framleiðslunnar,

neyslunnar og þjónustunnar.

 

Ekki er minnsta skynsemi í að nýta ekki hvern hug og hönd.

 

Að læra, að vinna, að gera gagn, og fá greiðslu fyrir,

til að fá aðgang að framleiðslu og þjónustunni,

á að vera réttur og skylda,

þó með mýkt og skynsemi.

 

Egilsstaðir, 28.05.2010     Jónas Gunnlaugsson