Ég skrifa tölu í gjaldeyri í tölvuna mína og lána upphæðir um alla veröld.

 

Þeir byggja borgir, vegi, brýr, hafnir, samgöngutæki, verksmiðjur, orkuver

 og nýta auðlindir og svona er hægt að halda áfram.

 

Þetta er allt í skuld hjá mér, “ég á þetta allt saman.”

 

Fjármálakerfið byggir á að ég veiti þér lán, þú stritar og ég á allt saman. Gáfulegt?

 

Ef mig langar að auka völd mín, þá hætti ég að skrifa tölur og lána út.

 

Þá myndast ekki lengur lausafé.

 

Þá kemur kreppa, þá þurfa allir að selja, og þá lækkar verðið á eignunum.

 

Þá eiga fæstir veð fyrir skuldunum, og þá get ég tekið til dæmis orkulindirnar,

til mín upp í skuld.

 

Orkulindirnar gefa mikið vald.

 

Fólkið í löndunum þar sem ég er að leysa auðlindirnar til mín, sér ekki hvað ég er að gera.

Það hamast við að berja hvert annað fyrir að hafa orsakað kreppuna.

 

Eru íslendingar ekki að selja orkulindirnar núna?

 

Þú þarft leiðsögn, við þurfum leiðsögn, hvar skildi hún vera?

 

Egilsstaðir, 17.05.2010    Jónas Gunnlaugsson