Miðbankinn

 

Miðbankinn skrifar tölu í tölvuna og lánar það svo til fólksins í veröldinni.

 

Fólkið byggir borgir, verksmiðjur, umferðarmannvirki og samgöngutæki,

nefndu það, allt sem nöfnum tjáir að nefna.

 

Allt er þetta skráð í skuld aðila í miðbankanum,

þótt hann hafi aðeins skrifað töluna.

 

Síðan kemur kreppa, vegna heimsku okkar,

eða hún er búin til af ásettu ráði.

 

Þá falla allar eignir í verði, og nú dugar veðið í eignunum,

ekki lengur fyrir skuldinni.

 

Þá tekur bankinn allt sem hinir ýmsu fyrri eigendur eiga upp í skuldina,

af þeim er ekki meira að hafa.

 

Nú selur hann eignirnar öðrum í hendur, þeim sem honum líkar við,

og er allt áfram að láni frá honum.

 

Hér er reynt að einfalda málið, við höfum minni einingar,

af miðbönkum.

 

Egilsstaðir, 20.01.2010