Veraldarbankinn

 

Það er rétt að Íslendingar tóku þátt í pókerspili í alþjóða bankakerfinu.

Þetta pókerspil virðist vera algengt í bankastarfssemi,

sem var sett upp af Veraldarbankanum,

USA, EB og öðrum stærri þjóðum.

 

Bankarnir settu upp bótasjóði, til að leysa málið ef banki lenti í vandræðum

og í þeim reglum var tekið fram að ríki og sveitarfélög mættu ekki styðja við bankana,

það myndi skekkja samkeppni.

 

Vegna þessarar bankakreppu nú, voru settar nýjar reglur, vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Ekki virðist mögulegt að smá ríki geti uppfyllt þessar reglur.

 

Trúlega var smá minnimáttarkennd þegar, íslensku bankarnir voru settir á hausinn,

út í þessa nýríku einkabankaeigendur sem höfðu borist mjög á.

 

Að sjálfsögðu þurftu Íslendingar að fá hjálp, til að laga íslensku bankanna .

 

Íslendingar þurfa að læra til að koma á traustum bankarekstri.

 

Íslendingar þurfa aðstoð þeirra sem hafa meiri skilning á hagstjórn.

 

Minn skilningur er, að framleiða vörur eða þjónustu sem einhver þarfnast.

 

Að selja bréf fram og til baka framleiðir ekkert, en getur safnað í sjóð.

Ef sjóðurinn er notaður til að framleiða vörur og þjónustu,

orku framleiðslu og samgöngumannvirki,

er líklegt að gagn verði að.

Það myndi þá virka eins og tryggingasjóðirnir í Bandaríkjunum,

sem hjálpuðu til að gera Bandaríkin að stórveldi.

 

 

Nýríkir einstaklingar eru oft að reyna að láta bera á sér,

þá vantar reynslu og fyrirhyggju, og margur verður af aurum api.

Ekki fæddust allir fullkomnir.

 

Við Íslendingar ætlum að reyna að vinna okkur út úr þessum vanda,

og erum að sjálfsögðu tilbúnir í samstarf, til að hjálpa okkur sjálfum,

og öðrum þjóðum að bæta ástandið.

 

Egilsstaðir, 29.11.2009                     Jónas Gunnlaugsson

 

http://www.herad.is/y04/1/

http://www.ismennt.is/not/jonasg/jg/jg06/

www.herad.is