Hér var verið að velta vöngum um að (selja), leigja  til 130 ára Hitaveitu Suðurnesja

Að sjálfsögðu á ekki að henda eigum sínum.

Við eigum alltaf að gefa af tekjum okkar til að kenna öðrum að verða sjálfbjarga.

 

En orkulindirnar eigum við að reka sjálfir.

Þessa samkeppni nefnd á að fá betri vinnureglur,

sem segja að hún skuli halda auðlindum landsins

og rekstri þeirra í höndum Íslenska ríkisins og Íslenskra sveitarfélaga,

annars leggjum við hana niður.

Við höfum fullt af menntuðu fólki sem vill læra að stjórna

 auðlindunum fyrir okkur.

***

Húsin

Þeim einstaklingum sem eru fastir í skuldum, eigum við að hjálpa,

hvort sem húsin eru stór eða lítil.

Gefa þeim 4-5 ár til að laga sig að þeim aðstæðum sem þeim hentar,

miðað við, nú-verandi og þá-verandi tekjur.

Það er okkur öllum í hag að þeir gæti eigna sinna, okkar áfram.

Eins er það með fyrirtækin. Öllum í hag að reka þau áfram,

en þó verður að íhuga hve mikið við þurfum af hverri starfsemi.

***

Fyrirtækin

Einkareknu fyrirtækin sem eru ríkisrekin fyrirtækin í dag,

stýrðu verðinu til smærri búðanna, þannig að þeir,

stóru fyrirtækin, gátu haft tvöfalda álagningu.

Þeir stýrðu markaðnum.

Erlendir aðilar stýra markaðnum líka.

Ef við hjálpum þeim ekki verða þeir að grípa hvert hálmsstrá,

sem einhverjir fjárspekulantar rétta þeim.

***

Krónan

 Athugum að nota verðtryggðu krónuna áfram, og skuldum okkur sjálfum.

Launin verða að aðlaga sig að aðstæðum hvers tíma.

***

Vísitölur

 Það er hjákátlegt, að sjá útreikninga í fjölmiðlum um, að lán hafi hækkað eða muni hækka svo og svo mikið,

en gleyma því, að þá er aðili, að reikna með verðbólgu, það er verðminni krónu.

Þá lækkar lánið, jafnt og þétt, að raunvirði, með hverri afborgun,

en vegna verðminni krónanna verður upphæðin hærri,

þegar þú skoðar eftirstöðvarnar, tölurnar. 

***

Þeir sem eru lærðir í öðru en rökhugsun og reikningi,

ættu að fá einhvern með skilning á málinu,

til að aðstoða sig.

*

Oft er núna verið að miða við húsverð sem er nú um stundir ekki raunhæft,

betra er að nota byggingakostnað.

 

En auðvitað þarf að aðlaga greiðslurnar til 4-5 ára eins og áður sagði.

 www.geimur.com

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 12:03


10 ***
11
*

Ef einhverjir ætla að selja auðlindir úr landi, þá skoðum við tvennt.

Hver setti lög um samkeppnisstofnun.

Hverjir stýra Reykjavík.

Hver hefur svarið.

 

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 19:38

 

 

Þær hugmyndir sem ég hef skrifað aðeins um hér, eru þær sem forustumenn,

Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks

hafa skipulega innrætt þjóðinni síðust 60 til 100 ár.

Að vísu hétu flokkarnir ýmsum nöfnum, en þarna voru margir mætir menn.

Þeir sem nú ætla að hafa aðra siði en þessir flokksforingjar töldu vænlegt,

 skulu hugsa sig vel um.

 

Ekki reyndist, kommúnisminn og frjálshyggjan, kæruleysið, vel.

Hvernig væri að reyna að velja hyggjuvitið og skynsemina,

 

Sérhæfing

Útaf því sem ég var að reyna að skrifa hér á undan.

Ekki var það ætlun mín að gera lítið úr hinum ýmsu gáfum,

en gott er að fá tónlistamann ef ætlunin er að flytja eða semja tónlist,

málamann, ef ætlunin er að þýða úr öðru tungumáli,

verkfræðing, hönnuð og húsasmið ef byggja á hús.

 

Gáfurnar, gjafirnar, talenturnar eru margar,

tilfinninga, tóna, tungumála, einbeiting, skipulag,

reikningur, yfirsýn, rökhugsun og margt fleira.

Trúlega höfum við eitthvað af þessu öllu, misjafnlega þroskað.

Ef gjafirnar eru ekki notaðar, rýrna þær og hverfa.

Sé handleggur í gifsi í mánuð, rýrnar hann.

 

Í Bíblíunni er sagt frá talentunum (Matteus 25:14-30), og sá sem grefur talenturnar í jörð fær tiltal.

Mörgum okkar þykir hann eiga vissar málsbætur. (vanþekking?)

Ef til vill skiljum við málið ekki alveg,

eitthvað hefur ef til vill skolast til

í meðförum kynslóðanna.

Þarna virðist okkur sagt að nýta það sem við eigum,

annars verði það tekið frá okkur.

Sýnið ástundun, æfið, og nýtið, þá fáið þið meira, nóg er til?

Tónlist, íþróttir, tungumál, lestur, vaxtarrækt, þetta reynist vel allstaðar.

Velt vöngum.

www.herad.is

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 17:08