Kaffibolla skipulag.

 

Dreifa aðeins grunnstoðum samfélagsins.

 

Reykjanes, frá Kollafirði að Þorlákshöfn er 50% þakið hraunum.

Hluti af þessum hraunum rann frá árinu 800 til 1400.

 

Í Noregi hef ég heyrt að reynt sé að byggja ekki hús á svæði,

þar sem orðið hafa snjóflóð síðastliðin 1000 ár.

 

Nú virðist hugmyndin að setja tvo stærstu háskólana á Íslandi

við Reykjavíkurflugvöll.

 

Einnig er stefnt að því að byggja stórt hátækni sjúkrahús á þessu svæði.

 

Stærri lönd eiga mörg stór sjúkrahús, þannig að þótt eitt verði óstarfshæft

er það ekki stórmál.

 

Það er rétt að athuga hvort það er ekki réttara að hafa sjúkrahúsið

í tveim eða þrem einingum með til dæmis

10 til 15 kílómetra millibili.

 

Eins er það með flugvellina í Reykjavík og Keflavík, við getum alltaf

búist við að annar verði óstarfshæfur um tíma,

vegna náttúruhamfara.

 

Við búum yfir gossprungu með eldgosum og  jökulhlaupum og

eigum að reyna að dreifa mikilvægum stólpum samfélagsins

þannig að þær stöðvist ekki allar í einu.

 

Ekki virðist það vera nauðsynlegt að setja allt sem við eigum

á þetta nes,  kvosina, í gömlu Reykjavík.

 

 Lönd sem eiga marga svona stóra spítala,

geta skorið niður fjárframlög til eins,

ef hann lætur ekki að stjórn.

 

 

Egilsstöðum, 05.03.2008 JG